1998-11-11 16:45:58# 123. lþ. 22.11 fundur 193. mál: #A jafnræði kynja við fjárveitingar til æskulýðs-, tómstunda- og íþróttastarfs# þál., Flm. BG
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 123. lþ.

[16:45]

Flm. (Bryndís Guðmundsdóttir):

Herra forseti. Ég vil þakka þeim sem hafa tekið undir tillöguna og vonast til þess að hún fái jákvæða meðferð í menntmn. Orð eru til alls fyrst en þau duga ekki ein og sér og samþykktar tillögur eru af hinu góða en það þarf fleira að koma til. Eins og ég gat um þarf að verða ákveðin viðhorfsbreyting og mismunun á ekki að líðast. Kynin eiga rétt á sömu aðstöðu og jafnræði í skiptingu þeirra fjármuna sem eru til ráðstöfunar. Og í ljósi þess hversu treglega hefur gengið að þoka málum til betri vegar og tryggja stelpum og kvenkynsþátttakendum í íþróttum og tómstundastarfi rétt þeirra tel ég brýnt að setja skýra og ákveðnar reglur um úthlutun opinberra fjárframlaga.