Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997

Þriðjudaginn 17. nóvember 1998, kl. 16:17:58 (1184)

1998-11-17 16:17:58# 123. lþ. 25.12 fundur 106#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997# (munnl. skýrsla), 230. mál: #A stefna í byggðamálum fyrir árin 1998-2001# þál., SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 123. lþ.

[16:17]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég tek eftir því að hv. þm. Einar Kristinn Guðfinnsson mælir með því sem jákvæðu atriði til byggðaþróunar að stækka og auka það þorskaflahámarkskerfi sem komst hér á fyrir líklega tveimur árum síðan, af því að það megi verða byggðunum helst til varnar. Það væri fróðlegt að heyra frá hv. þm. hvaða byggðum þetta kerfi hefur orðið til varnar. Telur hann að þetta sé það kerfi sem sé heppilegast fyrir litlu bátastaðina á Norðausturlandi t.d. þar sem fyrir liggur að bátarnir hafa farið vestur, einmitt vegna þessa kerfis? Er ekki e.t.v. of mikil einföldun hér á ferðinni og fyrst og fremst verið að mæla með kerfi sem hentar Vestfjörðum?