Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997

Þriðjudaginn 17. nóvember 1998, kl. 19:20:37 (1210)

1998-11-17 19:20:37# 123. lþ. 25.12 fundur 106#B skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun 1997# (munnl. skýrsla), 230. mál: #A stefna í byggðamálum fyrir árin 1998-2001# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 123. lþ.

[19:20]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég gat þess að þessar tillögur væru ekki alvondar þó að margt í þeim væru gamlar lummur og gömul úrræði. Þetta er ein af tillögunum sem ég gæti fallist á að væri góð, sérstaklega ef vel tekst til um framkvæmdina. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að þátttaka Byggðastofnunar geti mest numið 40% af hlutafé. Ég mundi vilja lækka það niður í 20%, miðað við það sem menn hafa reynt erlendis. En ég hef engu að síður alltaf efasemdir um það að opinbert fé geti komið skynsamlega á þennan hátt inn í áhættumyndun.

En ef menn gæta sín og vanda sig við framkvæmdina á þessu atriði þá er ég ekki alveg viss um að þetta sé slæmt. Sérstaklega ef menn nýta sér þekkingu og reynslu annarra sem stunda nýsköpun.