Lánasjóður íslenskra námsmanna

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 14:30:40 (1257)

1998-11-18 14:30:40# 123. lþ. 26.3 fundur 192. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[14:30]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég hygg að námsmenn, sem eru komnir með heimili og búnir að stofna fjölskyldu, þurfi ekki minni ráðstöfunartekjur en þingmenn. Ég held að erfitt sé að bera þetta tvennt saman í einhverjum neikvæðum tilgangi. Þess vegna fagna ég þeirri yfirlýsingu hæstv. menntmrh. að í vor verði frítekjumark námslána til endurskoðunar. Ég veit að einmitt sá þáttur hefur verið hvað erfiðastur fyrir námsmenn að geta þénað nægilega mikið til að standa straum af rekstri heimilis þar sem eru börn og venjulegur rekstur sem allir aðrir landsmenn þurfa að viðhafa í eðlilegu lífi.

Ég held að það sem kom fram hjá hæstv. menntmrh. leysi í raun þau mál sem námsmenn hafa mestar áhyggjur af ef frítekjumarkið verður hækkað um þær upphæðir sem máli skipta.