Lánasjóður íslenskra námsmanna

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 14:33:55 (1259)

1998-11-18 14:33:55# 123. lþ. 26.3 fundur 192. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[14:33]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég er ekki reiðubúinn til þess að beita mér fyrir því að þessar reglur verði endurskoðaðar án tafar. Búið er að leggja fram fjárlagafrv. með ákveðnum hætti og tillögum frá menntmrn. og lánasjóðnum sem byggjast á þeim forsendum sem liggja að baki úthlutunarreglunum. Það verður að taka þetta upp í ljósi þess hvernig menn vinna að fjárlagagerð á næsta ári og hvaða ramma menn setja sér þar. Hins vegar tel ég að markmiðið eigi að vera að hækka frítekjumarkið og einnig að svara þeirri spurningu sem hv. þm. var með með þeim hætti að veita viðbótarlán vegna mikils húsnæðiskostnaðar.

Eins og ég nefndi áðan er þetta mjög mismunandi. Í svari mínu kom fram að hæsta leigan var 45 þúsund kr. á mánuði og lægsta leigan 2.500 kr. Þarna verða menn að finna meðalhófsreglu sem er mótuð af sanngirni. Töluverð vinna var lögð í þetta núna í vor en samkomulag náðist ekki um að fylgja því fram. Nú er þeirri vinnu haldið áfram og ég á von á því að næsta vor verði tekið á þessu máli þegar úthlutunarreglur eru endurskoðaðar.