Móttökuskilyrði ríkisútvarps og ríkissjónvarps

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 15:04:55 (1275)

1998-11-18 15:04:55# 123. lþ. 26.5 fundur 238. mál: #A móttökuskilyrði ríkisútvarps og ríkissjónvarps# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÞHS
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[15:04]

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir:

Hæstv. forseti. Mig langar til að þakka fyrirspyrjanda fyrir þetta og ég tek eindregið undir. Ég hef mikla reynslu af Húsafellssvæðinu í Borgarfirði. Þar eru 120 til 140 orlofshús í eigu ýmissa stéttarfélaga og þar eru fleiri þúsund manns á hverju sumri. Í útvarpi heyrist ekki nema í einstöku svæðum og þá með braki og brestum. Sjónvarp er með sömu annmörkum en þessum úrbótum hefur verið lofað margsinnis og lítils háttar verið litið á þetta en ástandið er óviðunandi þrátt fyrir fjölda athugasemda sem sendar hafa verið til viðkomandi yfirvalda.