Lausaganga búfjár

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 15:15:19 (1281)

1998-11-18 15:15:19# 123. lþ. 26.6 fundur 158. mál: #A lausaganga búfjár# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., SJS
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[15:15]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að hreyfa þessu máli og það er sannarlega ástæða til. En ég leyfi mér að nota tækifærið og minna á að málið hefur verið hér á dagskrá Alþingis í formi frv. sem ég hef flutt og endurflutt og beinist sérstaklega að þeim hluta þessa vandamáls sem er lausaganga stórgripa. Ég hef þetta frv. nú til endurskoðunar og hef sent það fulltrúum allra þingflokka og bind vonir við að það nái fram á næstu dögum, og lít á það sem hluta af því vandamáli sem við erum að ræða um. Ég vænti þess að það fái góðar undirtektir og vonandi afgreiðslu því að ég held að það sé ekki vansalaust fyrir Alþingi að hafa ekki tekið á þessu máli, a.m.k. þeim hluta þess sem langalvarlegastur er og veldur alvarlegustu slysunum og það eru óumdeilanlega árekstrar umferðar og stórgripa.

Vandamálið sem snýr að sauðfjárræktinni er nokkuð annars eðlis og stærra í sniðum að taka á því, en lausaganga stórgripa er tímaskekkja og er löngu tímabært að taka á henni.