Áhrif hvalveiðibanns

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 15:27:17 (1287)

1998-11-18 15:27:17# 123. lþ. 26.7 fundur 50. mál: #A áhrif hvalveiðibanns# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., MS
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[15:27]

Magnús Stefánsson:

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Einari Guðfinnssyni fyrir að hreyfa þessu máli. Það komu fram athyglisverðar upplýsingar hjá hæstv. sjútvrh. um það magn af sjávarfangi sem talið er að hvalir éti á miðunum. Ég held að það sé alveg rétt hjá hæstv. ráðherra að ávinningurinn er kannski fyrst og fremst og aðallega í því að við getum aukið veiðar okkar, og það er ekkert smámál. Þjóðin lifir á veiðum og nýtingu fiskstofnanna. Við erum komin í bullandi samkeppni við hvalastofnana um nýtingu á þessum fiskstofnum og ég tel að það sé ekki eftir neinu að bíða að taka ákvörðun um að hefja hvalveiðar sem allra fyrst. Og ég vil hvetja hæstv. sjútvrh. til dáða í þeim efnum og að beita sér fyrir því að við tökum ákvörðun um að hefja hvalveiðar og nýta okkar sjálfsagða rétt til að nýta sjávarfang og spendýrin við landið.

Ég tek undir það með hv. þm. Gísla Einarssyni við eigum að hefja hrefnuveiðar sem allra, allra fyrst.