Greiðslur til starfsmanna í B-hluta stofnunum ríkisins

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 16:00:35 (1299)

1998-11-18 16:00:35# 123. lþ. 26.10 fundur 190. mál: #A greiðslur til starfsmanna í B-hluta stofnunum ríkisins# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., ÞHS
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[16:00]

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir:

Hæstv. forseti. Við rannsókn á launajafnrétti fyrir u.þ.b. tveim árum í opinbera kerfinu og víðar kom í ljós að stærsti launamunurinn liggur í óunninni yfirvinnu auk ýmiss konar fríðinda, m.a. akstursgreiðslna og fleiri þátta. Slík fríðindi eða óbeinar launagreiðslur ná ekki nema til lítils hluta starfsmanna, aðallega til þeirra sem geta með einhverjum hætti hagrætt sér sjálfir. Ræstingakonan er ekki með bílastyrk né óunna yfirvinnu, hvað þá eldhússtarfsmaðurinn sem eldar mat fyrir þá sem geta skammtað sér launaaukann. Þetta er kallað neðanjarðarlaunakerfi.

Er þetta leiðin til að útrýma launamisrétti kynjanna? Þarf ekki að vinna að breytingum á þessu?