Kjör ellilífeyrisþega

Miðvikudaginn 18. nóvember 1998, kl. 16:15:40 (1306)

1998-11-18 16:15:40# 123. lþ. 26.11 fundur 216. mál: #A kjör ellilífeyrisþega# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., GE
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 123. lþ.

[16:15]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Minni hluti fjárln. hefur sérstaklega beint fyrirspurnum til ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, hæstv. forsrh., hvort ætlunin sé að hækka fjárlög vegna staðreynda sem dregnar hafa verið fram um stöðu öryrkja, fatlaðra og aldraðra. Það liggja fyrir staðreyndir. Þær eru að hlutfall bóta til þessara hópa er 10% lægra en til þeirra sem hafa meðallaun. Það er 28 stiga munur á lágmarkslaunum og launavísitölu lífeyris almannatrygginga á árunum 1995--1998.

Ætlar hæstv. heilbrrh. að beita sér fyrir þeim aðgerðum að það verði beðið um hækkun á fjárlögum vegna þessara hópa? Ætlar hæstv. ráðherra að beita sér fyrir því að greiðslur verði afturvirkar? Eina sanngirnin, að teknu tilliti til þessara staðreynda sem dregnar hafa verið fram, er að greiðslur verði afturvirkar.