Framkvæmd fjármagnstekjuskatts

Fimmtudaginn 19. nóvember 1998, kl. 11:09:20 (1325)

1998-11-19 11:09:20# 123. lþ. 27.91 fundur 110#B framkvæmd fjármagnstekjuskatts# (umræður utan dagskrár), SighB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 123. lþ.

[11:09]

Sighvatur Björgvinsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég get ekki annað en snúið mér til hæstv. forseta til að benda á að ég lagði hér ákveðna fyrirspurn fyrir hæstv. fjmrh. um hvort hann mundi grípa til úrræða til að aflétta þeirri skattalegu mismunun sem á sér stað um sölu hlutabréfa í fyrirtækjum eftir því hvort um er að ræða almenn fyrirtæki á öllum öðrum sviðum en í sjávarútvegi, eða fyrirtæki í sjávarútvegi þar sem hagnaðurinn skapast að verulegu leyti af gjafakvóta. Hyggst ráðherra gera eitthvað til að breyta þessu misrétti og jafna þá mismunun sem þarna er um að ræða?

(Forseti (RA): Forseti var nú ekki var við að þessi athugasemd snerist um fundarstjórn forseta.)