Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 19. nóvember 1998, kl. 11:47:10 (1331)

1998-11-19 11:47:10# 123. lþ. 27.2 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 123. lþ.

[11:47]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Það er fullmikil bjartsýni hjá hv. þm. að mér sé mikið kunnugt um samþykktir Sameiningarflokks alþýðu --- Sósíalistaflokksins. Hann var starfandi löngu fyrir mína tíð og mér er ókunnugt um margt af því sem þar var samþykkt.

Ég þakka hv. formanni Alþfl. fyrir svörin. Það er alveg ljóst hvernig hann stendur að þessu samkomulagi. Alþfl. ætlar að halda áfram að vinna að stefnu sinni eftir að þetta er orðið að lögum og komið í framkvæmd og fer því í framhaldinu að vinna gegn þessu samkomulagi vegna þess að það gengur of skammt til móts við sjónarmið Alþfl. Það er því alveg ljóst að þrátt fyrir að menn lögfesti það samkomulag sem hér er lagt til verður ekkert samkomulag eða sátt um framkvæmd mála þaðan í frá. Það liggur fyrir að formaður Alþfl. hefur lýst yfir að Alþfl. mun halda áfram að vinna eftir sinni stefnu og hefjast þegar í stað handa við það að grafa undan því nýja samkomulagi sem hér er verið að leggja fyrir.