Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 19. nóvember 1998, kl. 11:53:11 (1335)

1998-11-19 11:53:11# 123. lþ. 27.2 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv., VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 27. fundur, 123. lþ.

[11:53]

Valgerður Sverrisdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er kannski rétt hjá hv. þm. að fullt jafnvægi er ekki á milli flokka nema kosið sé af einum lista. En með þessu frv. er gengið eins langt og mögulegt er miðað við það fyrirkomulag sem við ætlum að leggja til að verði hér samþykkt og það tel ég vera aðalatriði málsins.

Mér finnst það dálítið athyglisvert með hv. þm., sem er einn af flutningsmönnum málsins, að hann skuli nú þegar vera kominn í vörn gagnvart þessu máli. Ég hélt að hann styddi það fullkomlega og varð þess vegna fyrir ákveðnum vonbrigðum með hans málflutning.