Kosning sérnefndar um stjórnarskrármál

Fimmtudaginn 19. nóvember 1998, kl. 13:37:23 (1348)

1998-11-19 13:37:23# 123. lþ. 28.2 fundur 93#B kosning sérnefndar um stjórnarskrármál#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 28. fundur, 123. lþ.

[13:37]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Samkvæmt 42. gr. þingskapa skal kjósa sérnefnd til að fjalla um frumvörp til stjórnarskipunarlaga. Þegar liggja tvö frv. til stjórnarskipunarlaga fyrir og hefur verið vísað til 2. umr. Við ræðum nú þriðja frv. til stjórnarskipunarlaga sem væntanlega verður vísað til 2. umr. síðar í dag. Því liggur fyrir að kjósa sérnefnd og forseta hefur borist tillaga frá formönnum þingflokka um að sérnefndin verði skipuð 11 þingmönnum. Það skoðast samþykkt ef enginn hreyfir andmælum.

Forseta hefur borist einn listi. Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal lýsi ég eftirtalda þingmenn réttkjörna í sérnefnd um stjórnarskrármál: