JHall fyrir HÁs

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 15:02:07 (1400)

1998-11-30 15:02:07# 123. lþ. 29.93 fundur 124#B JHall fyrir HÁs#, Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[15:02]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

,,Þar sem Halldór Ásgrímsson, 1. þm. Austurl., er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísan til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Framsfl. í Austurl., Jónas Hallgrímsson framkvæmdarstjóri á Seyðisfirði, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.``

Undir bréfið ritar formaður þingflokks Framsóknarflokksins, Valgerður Sverrisdóttir.

Jónas Hallgrímsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hann boðinn velkominn til starfa.