1998-11-30 15:09:39# 123. lþ. 29.91 fundur 122#B afgreiðsla heilbrigðis- og trygginganefndar á málum um gagnagrunn á heilbrigðissviði# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[15:09]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Forseti vill vegna þessarar umræðu vekja athygli á því að bæði formaður heilbrn. og varaformaður eru fjarri. Hæstv. heilbrrh. er ekki enn komin hingað. (Gripið fram í.) Forseti hefur heyrt hvað hv. þingmenn eru að segja. Það mál sem nú hefur verið afgreitt frá heilbrn. er búið að vera þar til umfjöllunar um langa hríð, frá því síðasta vetur. Málið kom aftur til nefndar í haust og hefur þar mikil vinna verið lögð í það. Henni lauk á föstudaginn var með afgreiðslu þess frá nefndinni en því miður hefur henni ekki unnist tími til að fara yfir önnur mál, má segja, á þessu haustþingi.