Yfirlýsingar forsætisráðherra um útsvarsmál í Reykjavík

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 15:49:32 (1430)

1998-11-30 15:49:32# 123. lþ. 29.1 fundur 115#B yfirlýsingar forsætisráðherra um útsvarsmál í Reykjavík# (óundirbúin fsp.), GÁS
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[15:49]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Þegar talað er um samráð á milli ríkisstjórnarinnar og sveitarstjórnanna í landinu, var þá átt við samráð af því tagi sem birtist þingheimi í dag þegar hæstv. forsrh. orðaði það þannig að borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík væri að ráðast á fólkið? Er það slíkt samráð sem hæstv. ráðherra sveitarstjórnarmála sér fyrir sér? Eða hæstv. fjmrh.? Það væri fróðlegt að fá svör við því. Ég þakka hæstv. félmrh. svörin. Ég heyri það á öllu að hann hefur yfirsýn yfir málið. Það er kannski of langt um liðið síðan hæstv. forsrh. hafði málefni sveitarfélaga á sinni könnu hjá Reykjavíkurborg og ég ætla ekki að biðja hæstv. félmrh. að dæma um það hvort erfiðleikar hvað varðar skuldastöðu borgarinnar séu frá hans dögum eða íhaldsins í borginni, en það væri svo sem út af fyrir sig ber ofan á rjómann ef hann færi kannski nokkrum orðum um það líka.