Staðfesting samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 16:05:33 (1440)

1998-11-30 16:05:33# 123. lþ. 29.1 fundur 117#B staðfesting samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar# (óundirbúin fsp.), ÁE
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[16:05]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Ég verð að lýsa yfir furðu minni yfir ummælum hæstv. ráðherra. Að hann skuli ekki nota tilefnið þegar upplýst er um hve bága sögu og slæma við höfum í þessum málum þó svo hann beri einungis lítinn hluta af ábyrgðinni, og gefa þá yfirlýsingu hér úr ræðustól að í framtíðinni skuli unnið öðruvísi.

ILO hefur gert 180 samþykktir. Á Norðurlöndunum hafa 66--100 verið staðfestar. Hjá okkur er þær 18. Það er greinilegt, herra forseti, að hér þarf að breyta vinnubrögðum og það er ekki hægt að láta Vinnuveitendasambandið hafa neitunarvald í samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það eru óeðlileg vinnubrögð. Það er augljóst, herra forseti, vegna svara hæstv. ráðherra sem ætlar einungis að staðfesta tvær samþykktir og ekki að boða stefnubreytingu hvað varðar vinnubrögðin við ILO, að það þarf að taka þetta mál upp á öðrum vettvangi.