Staðfesting samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 16:09:21 (1443)

1998-11-30 16:09:21# 123. lþ. 29.1 fundur 117#B staðfesting samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[16:09]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Það er enginn að hugsa sér það að gera ekki neitt með samþykktir ILO og vafalaust verða fleiri samþykktir fullgiltar á næsta kjörtímabili, eða ég tel það víst.

Samþykktir ILO eru í eðli sínu tvenns konar. Sumar eru flokkaðar þannig að þær eru kallaðar grundvallarsamþykktir. Þær eru um meginlínurnar og meginmálin. Síðan eru aðrar sem eru léttvægari. Og eins og hér hefur komið fram koma margar þeirra okkur Íslendingum ekkert við þannig að ekki er hægt að setja þetta undir einn hatt.