Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 30. nóvember 1998, kl. 16:33:34 (1447)

1998-11-30 16:33:34# 123. lþ. 29.3 fundur 278. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# frv., ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 29. fundur, 123. lþ.

[16:33]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir. Hann segist ekki gera ráð fyrir breytingum á tekjum, hvorki til hækkunar né lækkunar, en útilokar það þó ekki. Ég geri fastlega ráð fyrir að hv. efh.- og viðskn. muni fara vel yfir þessi mál eins og hún gerir að öllu jöfnu varðandi skattamál og skoða þá sérstaklega í samvinnu við fjármálaráðuneytismenn hin fjármálalegu áhrif þessarar lagasetningar. Ég er að mörgu leyti sammála hæstv. ráðherra um að ekki sé tilefni til að ætla að miklar breytingar verði. Það er sjálfsagt að skoða það, því að breytingarnar eru þó nokkrar, en í nefndinni yrði þá farið betur yfir þann lið málsins.