Útköll björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar

Miðvikudaginn 02. desember 1998, kl. 13:35:35 (1474)

1998-12-02 13:35:35# 123. lþ. 30.2 fundur 103. mál: #A útköll björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., Fyrirspyrjandi GHall
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 123. lþ.

[13:35]

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Hallvarðsson):

Herra forseti. Á þskj. 103 hef ég lagt fram fyrirspurn til hæstv. dómsmrh. um útköll björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar. Tilefni þessarar fyrirspurnar er að árin 1996 og 1997 kostaði rekstur flugflota Landhelgisgæslunnar tæpar 300 milljónir og segir mér svo hugur um að ekki muni hann verða lægri fyrir árið 1998. Að gefnu tilefni vegna mikillar umræðu í þjóðfélaginu þegar þyrlan TF Líf var keypt, þá var einatt sagt í umræðunni að verið væri að kaupa þyrlu fyrir sjómenn. Vegna þessa aðdraganda sem ég hef hér komið inn á hef ég lagt fram svohljóðandi spurningar fyrir hæstv. dómsmrh.:

Hversu oft hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar verið kallaðar út í sjúkra- eða björgunarflug frá ársbyrjun 1996:

a. til sæfarenda,

b. til fólks á landi?