Útköll björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar

Miðvikudaginn 02. desember 1998, kl. 13:36:52 (1475)

1998-12-02 13:36:52# 123. lþ. 30.2 fundur 103. mál: #A útköll björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 123. lþ.

[13:36]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. TF Sif fór í sjúkraflug á árinu 1996 34 sinnum vegna fólks á landi og tvisvar sinnum vegna sæfarenda. Árið 1997 32 sinnum vegna fólks á landi og tvisvar vegna sæfarenda, 1998 19 sinnum vegna fólks á landi og fjórum sinnum vegna sæfarenda. Samtals fór hún á þessum árum 85 sinnum vegna fólks á landi og átta sinnum vegna sæfarenda.

TF Líf fór árið 1996 19 sinnum vegna fólks á landi og 6 sinnum vegna sæfarenda, 1997 28 sinnum vegna fólks á landi og tíu sinnum vegna sæfarenda, 1998 11 sinnum vegna fólks á landi og 11 sinnum vegna sæfarenda. Á þessum þremur árum var samtals farið 58 sinnum vegna fólks á landi og 27 sinnum vegna sæfarenda.

Samtals hafa TF Sif og TF Líf farið á þessum árum í 178 sjúkraflug, 143 á landi og 35 á sjó.

Vegna björgunarflugs fór TF Sif árið 1996 fjórum sinnum vegna fólks á landi og þrisvar vegna sæfarenda, 1997 sjö sinnum vegna fólks á landi og fjórum sinnum vegna sæfarenda, 1998 þrisvar sinnum vegna fólks á landi og þrisvar sinnum vegna sæfarenda. Samtals 14 sinnum vegna fólks á landi og tíu sinnum vegna sæfarenda.

TF Líf fór árið 1996 í björgunarflug einu sinni vegna fólks á landi og sjö sinnum vegna sæfarenda, 1997 þrisvar sinnum vegna fólks á landi og níu sinnum vegna sæfarenda, og 1998 sjö sinnum vegna fólks á landi og fimm sinnum vegna sæfarenda. Samtals fór TF Líf á þessum árum 11 sinnum í björgunarflug vegna fólks á landi og 21 sinni vegna sæfarenda. Samtals eru þetta 56 björgunarflug, 25 vegna fólks á landi og 31 vegna sæfarenda.

Á framangreindu tímabili í heild fóru þyrlur Landhelgisgæslunnar þannig í 234 sjúkra- og björgunarflug, þar af 66 til sjófarenda og 168 til fólks á landi, og í þessum ferðum var flogið í 498 klst. og farnar 45.300 sjómílur.