Samgöngur á Vestfjörðum

Miðvikudaginn 02. desember 1998, kl. 14:24:13 (1494)

1998-12-02 14:24:13# 123. lþ. 30.6 fundur 210. mál: #A samgöngur á Vestfjörðum# fsp. (til munnl.) frá samgrh., samgrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 123. lþ.

[14:24]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Ég vil aðeins segja að ég skil vel að knúið skuli vera á um að reyna að finna leiðir til að tengja betur suðurfirðina og Ísafjörð en ég hygg samt sem áður að það hafi verið rétt áhersla sem lögð var með langtímaáætlun að reyna að bæta úr frumþörfunum fyrst. Síðan kemur að því að menn verða að gera sér grein fyrir því á hverjum tíma hvaða ráð þeir hafi á að leggja meira fjármagn fram og þá að gera sér grein fyrir því í hvaða forgangsröð verkefni skuli fara. Ég geri ráð fyrir að til þess kunni að koma að nokkur ágreiningur geti orðið milli kjördæma um slíkt.