Fjáraukalög 1998

Föstudaginn 04. desember 1998, kl. 11:51:25 (1623)

1998-12-04 11:51:25# 123. lþ. 33.12 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 123. lþ.

[11:51]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir svörin eða athugasemdirnar. Það kemur í ljós að við erum ekki nákvæmlega sammála um atriði varðandi virðisaukaskattinn og við skulum ekkert vera að deila um það, það kemur í ljós við niðurstöðureikninga hver hefur rétt fyrir sér.

En ég vildi nota þetta tækifæri til þess að ítreka þær spurningar sem ég lagði fram í ræðu minni um hvort möguleiki væri að fá svar við því hvað eigi að gera og hvort eitthvað eigi að gera varðandi stöðu þeirra sem lakast eru settir. Það eru 1.400 öryrkjar sem þurfa tafarlausa hjálp, og það er kannski rétt að spyrja þá um leið, af því ég man eftir því: Á að greiða desemberuppbót eða einhverja jólapeninga til þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum? Er fyrirhugað að veita þeim einhverja úrlausn?

Ég spyr um það um leið og ég ítreka þær spurningar sem ég setti fram í ræðu minni um leið og ég treysti því að hæstv. fjmrh. geri eitthvað í þessum málum.