Fjáraukalög 1998

Föstudaginn 04. desember 1998, kl. 11:54:09 (1625)

1998-12-04 11:54:09# 123. lþ. 33.12 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv., GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 33. fundur, 123. lþ.

[11:54]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir svarið. Það liggur skýrt fyrir að það á að taka á þessum málum og ég ætla ekki að krefja um upphæðir en ég tel að það verði að mæta þessum hópum og þeim skerðingum sem þetta fólk verður fyrir af ýmsum ástæðum vegna laga og reglugerða sem Alþingi hefur staðið að. Við eigum að lagfæra þetta. Ekki meiri hluti, ekki minni hluti, heldur á Alþingi sameiginlega að taka á þessum málum.

Þess vegna hefur minni hluti fjárln. verið að leita eftir svörum úti um allt þjóðfélag um hvernig staðan er. Þess vegna getum við lagt til að með fjáraukalögum verði bættur sá mismunur sem er á meðaltalslaunavísitölu og þeim bótum sem hafa gengið til öryrkja og ellilífeyrisþega.