Viðbrögð Alþingis við dómi Hæstaréttar um stjórn fiskveiða

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 13:50:35 (1680)

1998-12-07 13:50:35# 123. lþ. 34.95 fundur 144#B viðbrögð Alþingis við dómi Hæstaréttar um stjórn fiskveiða# (aths. um störf þingsins), SvG
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[13:50]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Í framhaldi af þessum umræðum vil ég láta það koma fram að við munum beita okkur fyrir því að flutt verði tillaga um kosningu sérnefndar til þess að fjalla um viðbrögð Alþingis við þessum nýjasta dómi Hæstaréttar. Annað er útilokað. Ég tel lítillækkandi fyrir Alþingi að bíða eftir því sem kemur frá hæstv. ríkisstjórn í þessu stóra máli.

Þess vegna boða ég nú, herra forseti, tillögu til þál. um að kosin verði sérnefnd til þess að fjalla um þessi mál. Í þeim efnum dugir ekki að taka eingöngu fyrir þau mál sem eru á málasviði sjútvn. Þetta mál snertir, eins og hæstv. utanrrh. hefur bent á, ýmsa grundvallarþætti þar sem hann hefur reyndar nefnt að skoða þurfi stjórnarskrána í þessu máli, ekkert minna. Því er óhjákvæmilegt að kjósa sérnefnd. Að mínu mati leysir engin fagnefnd í þinginu fram úr þessu máli, þó að sjálfsögðu væri gott að sjútvn. Alþingis tæki málið fyrir.