Viðbrögð Alþingis við dómi Hæstaréttar um stjórn fiskveiða

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 13:51:55 (1681)

1998-12-07 13:51:55# 123. lþ. 34.95 fundur 144#B viðbrögð Alþingis við dómi Hæstaréttar um stjórn fiskveiða# (aths. um störf þingsins), KHG
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[13:51]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Vegna ummæla um störf sjútvn. er rétt að taka fram að það verður fundur í sjútvn. í fyrramálið. Ætlunin var að funda á laugardaginn var en varð að afboða vegna óska þingmanna í nefndinni sem töldu sig ekki geta mætt. Það voru þingmenn úr þingflokki jafnaðarmanna.

Ég vil að lokum segja, varðandi ummæli síðasta hv. þm. um sérnefnd, að sjútvn. er fullfær um að fjalla um þau mál er lúta að hennar verksviði.