Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 14:57:30 (1704)

1998-12-07 14:57:30# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[14:57]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég gat um áðan getur fólk ákveðið að vera ekki með í grunninum. Hér er um ætlað samþykki að ræða þannig að ekki eru sérstök rök fyrir því að telja það eðlileg réttindi að eyða upplýsingum sem komnar eru í grunninn. Upplýsingarnar eru ópersónugreinanlegar og við erum að gefa möguleika á að setja upp miðlægan gagnagrunn sem á að nýta sem rannsóknartæki til að bæta læknisþjónustu m.a. Því er mjög brýnt að þessi gagnagrunnur verði eins góður og kostur er á og þess vegna teljum við óæskilegt að fólk geti þurrkað út sínar upplýsingar afturvirkt. Það getur ákveðið að vera ekki með og það getur ákveðið síðar að vera ekki með. En það er óeðlilegt að þurrka það út sem þegar er farið inn í hann.