Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 15:17:36 (1722)

1998-12-07 15:17:36# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. 2. minni hluta BH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[15:17]

Frsm. 2. minni hluta heilbr.- og trn. (Bryndís Hlöðversdóttir) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir þessa kröfu í ljósi þess að fyrir liggja drög að frumvarpi til laga um persónuvernd, sem í þokkabót virðast stangast algjörlega á við þetta frv. sem við erum að ræða, þannig að það skiptir verulegu máli hver er afstaða dómsmrh. í málinu.

En ég tel einnig æskilegt og reyndar mjög nauðsynlegt í umræðunni að hæstv. forsrh. væri viðstaddur þar sem hann hefur nú ekki spilað svo lítið hlutverk varðandi þetta frv. að því er virðist löngu áður en það kom til umræðu á hinu háa Alþingi. Miðað við mikilvægi málsins og ekki síst vegna þess að það hefur verið lögð á það mikil áhersla að málið sé afgreitt með hraði í andstöðu við mjög marga, bæði innan og utan þings, teldi ég mjög æskilegt að hæstv. forsrh. væri líka viðstaddur umræðuna.