Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 19:07:48 (1752)

1998-12-07 19:07:48# 123. lþ. 34.7 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. 2. minni hluta BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[19:07]

Frsm. 2. minni hluta heilbr.- og trn. (Bryndís Hlöðversdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég var einmitt að reyna að draga það fram í máli mínu. Ég tel ákveðinn skyldleika á milli þessarar umræðu og umræðunnar um auðlindir þjóðarinnar. Þess vegna dró ég einmitt fram þá umræðu þó það sé ekki fullkomlega sambærilegt. Það má líka halda því fram að ákvæðið um að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar útskýri ekki allt, hvað átt er við með því eins og nýgengnir dómar sýna. Það segir kannski í sjálfu sér ekki allt. En ég er sammála því mati hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar að ákveðinn skyldleiki er þarna á milli. Hvort sem við erum að tala um einhvers konar eignarrétt, sameignarrétt eða annað, þá eigi a.m.k. umráðarétturinn í þessu tilviki klárlega að vera hjá einstaklingum, þeim sem upplýsingarnar stafa frá.