Formennska stjórnarandstöðu í nefndum

Miðvikudaginn 09. desember 1998, kl. 13:55:56 (1857)

1998-12-09 13:55:56# 123. lþ. 36.93 fundur 153#B formennska stjórnarandstöðu í nefndum# (um fundarstjórn), Forseti GÁ
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 123. lþ.

[13:55]

Forseti (Guðni Ágústsson):

Forseti vill taka fram fyrst þessi umræða heldur áfram að í upphafi hennar gat hann þess að farvegurinn væri sá að þetta yrði tekið upp á fundum þingflokksformanna og þá á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Engin önnur leið er í þessu máli. Það þýðir ekkert að þrefa um það í þingsalnum, fyrir utan hitt sem forseti gat um að það eru nefndirnar sem velja sér sjálfar forustumenn.