Framhald umræðu um gagnagrunn á heilbrigðissviði

Miðvikudaginn 09. desember 1998, kl. 14:02:26 (1862)

1998-12-09 14:02:26# 123. lþ. 36.95 fundur 155#B framhald umræðu um gagnagrunn á heilbrigðissviði# (um fundarstjórn), HG
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 123. lþ.

[14:02]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég tel eðlilegt að athygli hæstv. forseta sé vakin á því að málið blasir öðruvísi við en búast mátti við af nál. Málið virðist vera mjög óljóst milli stjórnarflokkanna, ýmis mjög veigamikil atriði í málinu. Hitt er annað mál og snertir það kannski ekki beint en það eru engar skýrar fylkingar í þessu máli hjá stjórnarandstöðunni. Þar eru ýmis sjónarmið uppi. Auðvitað er aðalatriðið að stjórnarliðið komi nokkurn veginn samræmt og skýrt fram með viðhorf sín í þessu máli. Óskin er því ekki óeðlileg. Hvort það verður til þess að skemma framhald málsins einhvern veginn eða umræða skemmist, ég áttaði mig ekki alveg á samhenginu, skal ósagt látið.

(ÖS: Tognar dagur, skemmist nótt).