Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Miðvikudaginn 09. desember 1998, kl. 15:26:32 (1877)

1998-12-09 15:26:32# 123. lþ. 36.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 123. lþ.

[15:26]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Lagastofnun er reidd hér fram sem ábyrgðaraðili, Lagastofnun á að meta hvort upplýsingar séu ópersónugreinanlegar eða ekki. Ja, þvílíkt! Af hverju eru ekki kallaðir til erfðafræðingar? Af hverju er ekki Erfðafræðistofnun kölluð til? Á Lagastofnun að vera haldreipið í því? Að tölvunefnd sé fær um þetta, hverjir efast um það? Hvað segir núverandi tölvunefnd? Upplýsingarnar eru augljóslega persónugreinanlegar eins og haga á þessu ferli. Það þýðir ekki að reyna að plata Alþingi með svo ódýrum og svo ómerkilegum hætti og hér er reynt að gera. Ætla menn virkilega út á þennan ís á þessum forsendum? Það er gersamlega útilokað að tölvunefnd bjargi þar nokkru. Næsta skref er að tölvunefnd verður ýtt til hliðar ef gagnagrunnurinn krefst þess. Það verður niðurstaðan. Hér má ekki sýna frv. um nýja persónuvernd, um persónuverndarreglur, það má ekki sýna það. Það er liður í þessu.