Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Miðvikudaginn 09. desember 1998, kl. 15:27:45 (1878)

1998-12-09 15:27:45# 123. lþ. 36.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 123. lþ.

[15:27]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér var talað af mikilli vanvirðingu um Lagastofnun Háskólans. Ég vil ekki taka undir það. Ég treysti þeirri stofnun og vil bæta við, fyrst hv. þm. hefur ekki mikið álit á því að tölvunefnd geti séð um persónuverndina í þessu máli, (HG: Hún leysir engan vanda.) að það á jafnframt að vera óháður aðili sem tekur út gagnagrunninn með tilliti til persónuverndar. Óháður aðili. Hann gæti verið innlendur eða erlendur. Það að segja að þetta mál verði tekið úr höndum tölvunefndar og henni ýtt til hliðar. Hvaða þvæla er þetta? Að sjálfsögðu á tölvunefnd samkvæmt lögum að sjá um persónuverndina í þessum gagnagrunni, verði frv. að lögum sem ég tel að verði. Þá á tölvunefnd að taka út vinnuferlið og tryggja persónuverndina, (HG: Hún tryggir ekki neitt.) hún á að gera þetta og hafa eftirlit með grunninum í framhaldinu. Hún getur hvenær sem er farið þarna inn og tryggt persónuverndina með eftirliti. (HG: Eftirlitið tryggir ekkert. Grunnurinn er ...)