Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Miðvikudaginn 09. desember 1998, kl. 15:38:34 (1887)

1998-12-09 15:38:34# 123. lþ. 36.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 123. lþ.

[15:38]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ef það er rétt skilið hjá mér sem hv. frsm. meiri hlutans sagði áðan að hugmyndin væri nú að hafa bæði ættfræðiupplýsingar og erfðafræðilegar upplýsingar inni í gagnagrunninum en í sérstöku gagnasafni. Það er algjörlega á skjön við það sem hefur verið rætt hingað til inni í nefndinni, þ.e. eingöngu áttu að fara heilbrigðisupplýsingar inn og hitt átti að vera í aðskildum gagnagrunnum, sem samkeyra mátti eingöngu með leyfi tölvunefndar. Ég vil spyrja um rök fyrir þessu því ég tel að þetta breyti öllu málinu í grundvallaratriðum og tek undir með formanni hv. nefndar.

Í öðru lagi vil ég taka undir orð frsm. um aðgengistakmarkanir miðað við tíu. Ég tel að ekki sé nóg að segja að þetta eigi hugsanlega að vera ein viðmiðunin. Það verður að koma inn í lagatextann. Þetta hefur alla tíð verið eitt af grundvallaratriðunum. Og ég velti því fyrir mér hvort það verði að koma með brtt. til að tryggja að þetta fari inn í aðgengistakmarkanirnar.

Í þriðja leyfi ég mér að spyrja: Það hefur komið hér fram að sérleyfi ... (Forseti hringir. ) Ég mun koma að þessari spurningu á eftir.