Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 11:48:20 (1921)

1998-12-10 11:48:20# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, SighB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[11:48]

Sighvatur Björgvinsson (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég þakka þessar upplýsingar frá hæstv. ráðherra og lít svo á að frá sjónarmiði hennar séu þær tæmandi. Það sem hæstv. ráðherra óskar eftir að gert verði milli 2. og 3. umr. sé nákvæmlega þetta og þetta eitt, að tryggja betur aðgengi íslenskra vísindamanna að gagnagrunninum en gengið er frá málum í dag. Ég les það í orð hæstv. ráðherra að það sé þá ekki að fyrirlagi hennar og jafnvel ekki með stuðningi hennar, hæstv. ráðherra, sem eigi að taka arfgerðarupplýsingar inn í grunninn eins og hv. varaformaður nefndarinnar hefur þó sagt að standi til.

(Forseti (GÁS): Forseta er ekki alveg ljóst hvernig þessi umræða kemur beinlínis við fundarstjórn forseta en hæstv. heilbrrh. vill ræða hana.)