Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 12:56:30 (1932)

1998-12-10 12:56:30# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[12:56]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi dreifða gagnagrunna og einn gagnagrunn þá hefur hvað eftir annað komið fram í umræðunni að mönnum hafi þótt eðlilegt að íslenska ríkið ætti einn slíkan gagnagrunn, varðveittan í Háskóla Íslands. Þess vegna ræddi ég um það hér áðan.

Í sambandi við dreifða gagnagrunna var sérstaklega talað um Krabbameinsfélagið og Hjartavernd sem auðvitað hafa mjög mikilvæga grunna og mikla sögu að baki. Við heftum ekki þeirra för í þessu, engan veginn. Fremur styrkjum við þá en hitt. Við getum áfram séð uppbyggingu slíkra grunna varðandi aðra sjúkdóma. Það er ekkert sem heftir þá för með þessu frv.

Varðandi alþjóðaskuldbindingar þá teljum við að við séum ekki að brjóta alþjóðaskuldbindingar með þessu frv. og höfum fyrir okkur rök í því máli.