Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 12:57:44 (1933)

1998-12-10 12:57:44# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[12:57]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er rangt. Það hafa engin rök komið fram. Það hafa komið fram fullyrðingar. Ég hef hins vegar fært rök fyrir máli mínu, lesið upp úr sáttmálanum og óskað eftir svari frá fulltrúa meiri hlutans í heilbrn. Ég fæ ekki rökræður um málið.

Varðandi peningahliðina er verið að plata ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin og hennar forsvarsmenn er slæmir bisnessmenn og kunna ekki að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar.

Varðandi það atriði að verið sé að gera góða hluti fyrir heilbrigðiskerfið, þá er verið að sundra heilbrigðisstéttum og skaða vísindasamfélagið. Um það eru vísindamenn almennt sammála.