Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 13:01:42 (1937)

1998-12-10 13:01:42# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, SJS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[13:01]

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):

Herra forseti. Þetta með Hvalfjarðargöngin er svo fáránlegur samanburður að ég ætla að hlífa hæstv. ráðherra við að eyða fleiri orðum að því. Að leggja að jöfnu það viðkvæma og stóra mál sem við erum hér að tala um og verklegar framkvæmdir af því tagi og einfaldan rekstur á samgöngumannvirki er náttúrlega út í hött. Auk þess stenst sá samanburður ekki sögulega og efnislega.

Ég hef ekki skipt um skoðun í þessu máli. Ég veit ekki hvert hæstv. heilbrrh. er að fara í þessum efnum. Ég mótmæli og afsegi með öllu þessar túlkanir á máli mínu. Ég hvet hæstv. ráðherra til að lesa ræðu mína aftur. Þó svo væri þá væri allt í að ég hefði að betur athuguðu máli komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað annað væri réttara en ég hafði haldið í upphafi, en svo var nú ekki. Ég lýsti bæði efasemdum og áhuga mínum á þessu máli síðasta vor.

Síðan hef ég nú reyndar ekki skipt um flokk. Gamli flokkurinn minn ákvað að bjóða ekki fram og ég sætti mig ekki við það. Það kann að vera að ég verði kominn í nýjan flokk innan skamms.

Eitt get ég fullvissað hæstv. heilbrrh. um og býst við að hæstv. ráðherra létti mjög, að ég mun nú aldrei fara í Framsfl.