Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 13:08:52 (1945)

1998-12-10 13:08:52# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[13:08]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta var ekki svar við spurningum mínum sem hér voru bornar fram af góðum hug, að vita hvort hægt væri að ná skynsamlegri lendingu í þessu máli. Ráðherrann sagði í reynd: Ja, við lögfestum bara þetta eins og við viljum. Síðan kemur í ljós hvort fólk er ósátt eða ekki. Ef það verður ósátt þá verður það að lifa með því.

Ráðherrann hefur ekki forræði á þessu máli heldur þingnefndin. Ég verð að treysta því að þingnefndin vinni málin faglegar en ráðherrann hefur gert hingað til og af meiri yfirvegun en fram kom í svari hæstv. ráðherra.