Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 14:02:34 (1954)

1998-12-10 14:02:34# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[14:02]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég beindi spurningu til hæstv. ráðherra um þær efasemdir sem koma fram hjá Samkeppnisstofnun og reyndar hjá Lagastofnun Háskóla Íslands, vegna þess að hún tekur ekki af allan vafa, um að frv. brjóti í bága við samkeppnisreglur EES. Var leitað álits erlendra aðila á þessu á undirbúningsstigi málsins? Sú umræða hlýtur að hafa komið upp að ef frv. yrði að lögum þá yrði það líklega kært strax á fyrstu dögum. Sú umræða hlýtur að hafa komið upp innan ráðuneytis eins og í heilbr.- og trn. og eins og á hv. Alþingi. Ég spyr hæstv. ráðherra: Er það með opin augu sem ráðherra fer fram á að Alþingi samþykki frv. sem vitað er að verður kært á fyrstu dögum eftir að það verður að lögum?