Tryggingagjald

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 14:41:20 (1969)

1998-12-10 14:41:20# 123. lþ. 37.3 fundur 228. mál: #A tryggingagjald# (lífeyrissparnaður launamanns) frv. 148/1998, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[14:41]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Upplýsingar kosta sitt. Það kostar að upplýsa. Það kostar að mennta. Upplýsingar kosta gífurlega mikið, hvort sem þær eru í formi auglýsinga frá lífeyrissjóðunum eða auglýsinga frá verðbréfafyrirtækjunum og það rýrir að sjálfsögðu ávöxtun þessara fyrirtækja á þetta fé þannig að þetta er allt saman borgað einhvers staðar. Kostnaður fyrirtækjanna við að halda utan um þessa litlu 200 kalla er líka heilmikill og rýrir hag þeirra. Allar þessar upplýsingar kosta sitt. Ég er að gagnrýna það í þessu máli að upplýsingin og færslufjöldinn kostar sitt.