Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1999

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 16:01:45 (1994)

1998-12-10 16:01:45# 123. lþ. 37.7 fundur 321. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1999# (breyting ýmissa laga) frv. 158/1998, ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[16:01]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Það er eins og stundum vill verða hjá hæstv. forsrh. þegar hann er kominn í vörn í máli, þá grípur hann til útúrsnúninganna. Ég nefndi skýrslu sem hann segir að sé óljós. Það er ekkert óljós skýrsla, það er skýrsla sem gerð var að umtalsefni í fjölmiðlum. Ég get vissulega útvegað honum þá skýrslu. Varðandi mismun og fátækt sem hefur aukist í samfélaginu get ég einnig bent á skýrslu sem nýlega kom fram á ráðstefnu, gefin út af Félagi einstæðra foreldra. Það má m.a. benda á það sem þar kom fram að helmingur þeirra sem leita til kirkjunnar eru öryrkjar. Það er því víða vandamál í samfélaginu eins og ég hef hér verið að draga fram. Hæstv. forsrh. hefur enga ástæðu til að tala eins og hann gerir, nema hann vilji sýna því fólki sem er í þessum vandkvæðum, og tölulegar upplýsingar eru til um, yfirlæti og hroka eins og hans er von og vísa reyndar í mörgum öðrum málum.