Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1999

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 16:13:31 (2002)

1998-12-10 16:13:31# 123. lþ. 37.7 fundur 321. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1999# (breyting ýmissa laga) frv. 158/1998, ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[16:13]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. formanni fjárln. fyrir að staðfesta þá sögu sem ég lýsti af sjóðnum, þ.e. hvenær þessi skerðing var tekin upp og vafalítið rétt sem hann nefndi að verkefnunum hefur verið breytt í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ágreiningurinn sem er milli mín og hv. þm. mun endurspeglast í fjárlagaumræðunni á morgun vegna þess að við í stjórnarandstöðunni munum leggja fram brtt. ásamt tekjuöflunartillögum til málefna fatlaðra. Í þessum málaflokki skilur á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Það er ekki réttur vettvangur að fara út í þá umræðu í smáatriðum í tengslum við þetta frv. en það er ljóst í mínum huga að gagnvart Framkvæmdasjóði fatlaðra hefur verið gengið á hlut hans og gengið á hans mörkuðu tekjustofna í tíð núverandi ríkisstjórnar meira en gert var áður í tíð fyrri stjórnar.