Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 17:50:33 (2020)

1998-12-10 17:50:33# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[17:50]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þetta mál er ekki tækt til afgreiðslu. Það er of stórt, það er of viðkvæmt, það er of umdeilt, það varðar of mikilvæga grundvallarhagsmuni og réttindi í okkar samfélagi til að það sé samboðið Alþingi Íslendinga, elstu löggjafarsamkomu heimsins, að afgreiða það í þessum búningi.

Ég held að Alþingi væri nær að taka sér, í víðtæku samráði við aðila úti í þjóðfélaginu, tvö til fjögur ár til að vinna vandlegan grunn að lagasetningu af því tagi sem hér á að fara að kasta höndunum til. Það væri samboðið virðingu þessarar stofnunar en ekki þau ósköp, ekki sá alþjóðlegi skandall, sem hér er verið að efna í, svo að notuð séu orð eins af varaþingmönnum Sjálfstfl. Ég segi að sjálfsögðu já við þeirri tillögu okkar í þingflokki óháðra um að vísa þessu máli frá og til ríkisstjórnarinnar.