Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18:09:00 (2035)

1998-12-10 18:09:00# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[18:09]

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Þessi 1. gr. kveður á um markmið frv. og þar segir, með leyfi forseta:

,,Markmið með lögum þessum er að heimila gerð og starfrækslu miðlægs gagnagrunns með ópersónugreinanlegum heilsufarsupplýsingum í þeim tilgangi að auka þekkingu til þess að bæta heilsu og efla heilbrigðisþjónustu.``

Nú liggur það fyrir, eins og frv. lítur út að teknu tilliti til brtt. meiri hlutans, að upplýsingar sem ætlað er að fara inn í þennan gagnagrunn eru persónugreinanlegar en ekki ópersónugreinanlegar eins og fram kemur í þeim texta sem ég las. Því er botninn dottinn úr þessu máli að því er varðar eina meginforsendu málsins og hægt að leiða marga til vitnis um það.

21. október sl. ræddi Morgunblaðið við Marju Sorsa, skrifstofustjóra í mennta- og rannsóknamálaráðuneytinu finnska. Hún sagðist ekki sjá að svona mál yrði samþykkt á finnska þinginu því að til þess þyrfti siðferðisvitund almennings að breytast mjög. Þannig líta Finnar á þetta mál. Ég segi nei.