Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18:14:57 (2040)

1998-12-10 18:14:57# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[18:14]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér eru skilgreiningar sem eiga að tryggja persónuvernd og dulkóðun og hefur mikið verið rætt um þessi atriði. Ég tel að persónuverndin sé nægilega tryggð í þessu frv. Sumir einblína svo á hugsanlega misnotkun, þ.e. lögbrot, að þeir hafa algerlega misst sjónar á þeim góðu áhrifum sem þetta frv. getur haft á þróun læknavísindanna. Það er því miður allt of algengt að menn horfa svo mikið á dökku hliðarnar að þeir sjá hreinlega ekki ljósu hliðarnar.