Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Fimmtudaginn 10. desember 1998, kl. 18:28:41 (2050)

1998-12-10 18:28:41# 123. lþ. 37.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 123. lþ.

[18:28]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um nefnd sem torveldar félitlum vísindamönnum aðgang að rannsóknum og rýrir möguleika þeirra til að sitja við sama borð og þeir vísindamenn sem geta keypt sér aðgang að þekkingu. Fram til þessa hefur það verið aðalsmerki frjálsra vísinda að aðgangur að þekkingunni, aðgangur að upplýsingunni hefur verið óheftur. Menn hafa síðan teflt fram hugmyndum og gert tilraunir á grundvelli þeirra. Nú stendur til að einoka upplýsingarnar, einoka þekkinguna og selja að henni aðgang. Það er sorglegt að Íslendingar skuli hafa forgöngu um þetta forneskjulega skref sem byggir á skammsýni og ótrúlegri græðgi, frumstæðri græðgi.