Tilhögun þingfundar

Föstudaginn 11. desember 1998, kl. 17:26:27 (2145)

1998-12-11 17:26:27# 123. lþ. 38.98 fundur 162#B tilhögun þingfundar#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 123. lþ.

[17:26]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill geta þess áður en umræðu verður fram haldið um fjárlagafrv. að forseti hefur átt fund með þingflokksformönnum þar sem skipst hefur verið á skoðunum um framhald þingstarfa. Forseti vill fyrst nefna að vegna þeirra orða sem féllu í dag um afgreiðslu heilbr.- og trn. þá mun forseti beita sér fyrir fundi með hæstv. heilbrrh. og fulltrúum úr heilbr.- og trn. um afgreiðslu nefndarinnar í dag og mun reyna að koma þeim fundi á nú í dag.

Að öðru leyti verður haldið áfram 2. umr. um fjárlög og stefnt að því að ljúka henni á morgun. Fundur mun hefjast í þinginu kl. 10.30 í fyrramálið. Þá verða væntanlega einnig tekin á dagskrá, ef vel gengur með fjárlagaumræðuna, nokkur fyrstu umræðu mál sem bíða þess að komast til nefnda. Að öðru leyti verða ekki atkvæðagreiðslur á morgun nema þá um þau mál, að koma þeim til nefnda. Forseti vonar að þetta sé þá ljóst.