Fjárlög 1999

Föstudaginn 11. desember 1998, kl. 18:09:24 (2152)

1998-12-11 18:09:24# 123. lþ. 38.8 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 123. lþ.

[18:09]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það vill stundum verða að menn verði beinskeyttir hér og gleymi hæstv. forseta. Ég mun reyna að virða þau enda reyni ég að hafa þetta í huga. Hv. þm. kom hér með athyglisverðar upplýsingar. Mér þótti það eiginlega sérkennilegast að hv. þm. væri ekki talsmaður flokks síns í þessum stóra málaflokki sem hér var vikið að, en gerði þetta að sérstöku umtalsefni í fjárlagaræðu. Hv. þm. á sæti fyrir þingflokk jafnaðarmanna í iðnn. Ég veit ekki hvort ég átti að skilja það jafnframt svo að hv. þm. túlkaði ekki þar skoðanir þingflokks jafnðaðarmanna og fer nú þá að kortast um hlut hv. þm.

Ég skildi þá stefnu sem hv. þm. vill fylgja í sambandi við stóriðju svo að það ætti að spila þetta eftir eyranu frá degi til dags og ári til árs.

Ég spurði hv. þm. beint að því hvort hann teldi að við þyrftum að hafa í huga einhver sérstök mörk í sambandi við ráðstöfun orkulinda okkar til stóriðju. Ég fékk engin svör við því. Og ég spurði hv. þm. hvort hann teldi rétt að auka við stóriðju á Grundartanga, hefðbundna stóriðju, frá því sem nú er.